Grenndarkynning hafnarsvæði á Bíldudal

Hér með boðar bæjarstjórn Vesturbyggðar til á hafnarsvæði á Bíldudal í samræmi við ákvæði 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  

Breytingin á fyrirkomulagi hafnarsvæðis eru tvíþættar:

  1. Gert er ráð fyrir viðbyggingu við Strandgötu 1 sem verður útskipunarhús fyrir afurðir Arnarlax. Gert er ráð fyrir þremur hleðslubrúm fyrir flutningsbifreiðar. Botnplata og sökklar verða steinsteyptir en húsið sjálft er stálgrindarhús. Veggir og þak verða klædd með yleiningum. Samhliða þessu verður gafl á vinnsluhúsi klæddur sömu klæðningu og gaflkassi hækkaður. Gönguhurð verður bætt við á suðvesturgafla aðalbyggingar. (Sjá meðfylgjandi teikningar).
  2. Samhliða byggingu og lokun götu vegna byggingar þá er aðkomu að höfn breytt eins og afstöðumynd sýnir. Tenging við hafnarsvæðið færist suður fyrir Hafnarbraut 2.

Frestur til að skila athugasemdum og ábendingum er 4 vikur, þ.e. til og með 4. október 2017. Litið verður svo á að þeir sem ekki gera athugasemdir séu samþykkir fyrirhugaðri framkvæmd. Grenndarkynningin verður kynnt á opni húsi og verður það auglýst síðar.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Vesturbyggðar á opnunartíma skrifstofunnar. Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is.

Athugasemdum má skila á vesturbyggd@vesturbyggd.is eða í bréfpósti, þá merkt:

Vesturbyggð

Aðalstræti 63

450 Vesturbyggð

teikn. 1

Teikn. 2

Teikn. 3

 

Athugasemdum skal skila inn fyrir miðvikudaginn 4.október.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is