Hafnarframkvæmdir í Patreksfjarðarhöfn

Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Patreksfjarðarhöfn. Verið er að dýpka hluta hafnarinnar svo koma megi fyrir nýrri flotbryggju með básum á. Fyrirtæki Sigurþórs Péturs Þórissonar frá Hvalskeri í Patreksfirði sér um dýpkun innri hluta hafnarinnar svo koma megi fyrir hinni nýju flotbryggju fyrir.

Bryggjan mun taka samtals 28 báta á bása og er tvisvar sinnum 25 metrar að lengd.  Mikill fjöldi strandveiðibáta sækja Patreksfjörð heim á hverju sumri og er oft afar þröngt um bátana við bryggjurnar þar. 

Á dögunum var sett ný framlenging á flotbryggju á Bíldudal.

Áætlaður heildarkostnaður við þessar hafnarframkvæmdir munu vera 40 – 50 milljónir króna.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is