Hátíðarsamkoma í Alþingishúsinu

Á sunnudaginn, 8. júlí, verða liðin 90 ár frá því að Ingibjörg H. Bjarnason var fyrst kvenna kosin til setu á Alþingi, en hún var landskjörin alþingismaður 1922-1930.

Af því tilefni hefur forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, boðið öllum þeim konum sem tekið hafa sæti á Alþingi, bæði sem þingmenn og varaþingmenn, til hátíðarsamkomu í Alþingishúsinu.

 

Á hátíðarsamkomunni flytur forseti Alþingis ávarp og tvær fyrrverandi þingkonur flytja erindi. Kristín Ástgeirsdóttir fjallar um Ingibjörgu H. Bjarnason og Helga Guðrún Jónasdóttir ræðir um stjórnmálaþátttöku kvenna. Kvennakórinn Vox feminae mun syngja við athöfnina.

 

Athöfnin verður í sal Alþingis og hefst kl. 3 síðdegis. Bein útsending verður frá athöfninni á vef Alþingis.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is