Heiðursborgarar útnefndir fyrir Vesturbyggð

Bæjarstjórn Vesturbyggðar ákvað á fundi sínum þann 20. desember að tilnefna eftirfarandi aðila sem heiðursborgara Vesturbyggðar. 

Vilborg Kristín Jónsdóttir, ljósmóðir Bíldudal.
Kristján Þórðarson, fyrrv. oddviti Barðastrandarhrepps og bóndi á Breiðalæk.
Erla Hafliðadóttir, Patreksfirði, frumkvöðull í ferðaþjónustu.

Heiðurborgurum verður boðið til kaffisamsætis snemma á næsta ári þar sem þeim verður veitt viðurkenning fyrir framlag þeirra í þágu íbúa og samfélags í Vesturbyggð.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is