Heilbrigðisráðherra fundar með bæjarstjórn og heilbrigðisstofnun.

Heilbrigðisráðherra Kristján Þór Júlíusson er væntanlegur í Vesturbyggð til þess að ræða um sameiningu heilbrigðisstofnanna og hugsanlega yfirtöku Vesturbyggðar á heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar.

Ráðherra mun funda með yfirmönnum sveitarfélagsins og heilbrigðisstofnunarinnar eftir hádegi í dag föstudag.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar og fjölmennur íbúafundur hafa sent ráðherra ályktanir þar sem sameiningaráformum ríkisstjórnarinnar er harðlega mótmælt. 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is