Jólatónleikar ganga vel hjá Tónlistarskólanum

Á mánudag voru haldnir jólatónleikar á Birkimel. Þar komu nokkrir nemendur frá Patreksfirði fram. Þessi tónleikar voru með öðru sniði en venjulega. Það voru ekki eingöngu jólatónleikar frá skólanum okkar, heldur einnig aðventukvöld sem séra Leifur Ragnar Jónsson stýrði.

Þá söng Kwartet Camerata og Rafn Hafliðason og Ólafur Gestur Rafnsson sungu einnig nokkur aðventu- og jólalög.

Á þriðjudagskvöld voru svo haldnir jólatónleikar á Bíldudal. Þar tóku einnig þátt nokkrir nemendur frá Patreksfirði

Í kvöld kl. 18:00 í Patreksfjarðarkirkju verða haldnir þriðju og síðastu jólatónleikar Tónlistarskólans á þessu ári.

Aðgangseyrir að tónleikum skólans hafa verið 500 krónur sem renna eins og alltaf í hljóðfærasjóð Tónlistarskóla Vesturbyggðar.

Allir hjartanlega velkomnir.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is