Könnun á þjónustu bókasafna Vesturbyggðar í nútíð og framtíð

Þessa dagana stendur yfir viðhorfskönnun meðal íbúa Vesturbyggðar, 18 ára og eldri, gagnvart núverandi þjónustu bókasafna sveitarfélagsins og mögulegrar þróunar á þeirri þjónustu. Verkefnið er unnið af Öldu Davíðsdóttur, meistaranema í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands, í samvinnu við Vesturbyggð. Niðurstöður könnunarinnar verða nýttar af sveitarfélaginu við stefnumótun varðandi bókasöfnin og af Öldu sem grunnur að meistaraverkefni hennar.

Mikilvægt er að sem flestir gefi sér tíma til að svara könnuninni og geta þar með haft áhrif á það hvernig þjónusta bókasafnanna þróast í framtíðinni.

Hægt verður að skila inn könnunum til 4. mars.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is