Kraftur Jurta - listasýning

Fyrsta listasýningin í Húsinu-Gömlu Verbúðinni opnar föstudaginn 23. mars næstkomandi klukkan 18:00. Sýningin er lokaverkefni Dagrúnar Írisar í grafískri hönnun frá Myndlistarskólanum á Akureyri. Dagrún Íris myndskreytti og endurgerði á nútímalegan hátt gamalt rit frá árinu 1880 er ber nafnið “Lítil Ritgjörð um nytsemi nokkurra íslenzkra jurta eptir ýmsa höfunda” og er safnað saman af Jóni Jónssyni garðyrjumanni. Ritið fjallar um lækningamátt og vinnslu nokkura jurta sem finnast í íslenskri náttúru. Sýningin verður sýnd til 17. apríl og er opið alla virka daga frá 10:00-17:00 og á laugardögum frá klukkan 14:00-16:00 í Húsinu-Gömlu Verbúðinni, Eyrargötu, Patreksfirði. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

Hægt er að nálgast upplýsingar um viðburðing hér.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is