Kynning á breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006- 2018

Nýtt iðnaðarsvæði á Bíldudal,athafnasvæði á Patreksfirði og á Bíldudal

Vesturbyggð vinnur nú að breytingum á aðalskipulagi. Viðfangsefni breytingarinnar er breytt afmörkun þéttbýlis á Bíldudal, nýtt iðnaðarsvæði (I3) fyrir fiskeldi nyrst á Bíldudal, verslunar- og þjónustusvæði (V3) á Patreksfirði og á Bíldudal verður athafnasvæði. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar verður til sýnis á opnu húsi á skrifstofu tæknideildar, skv. 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, Aðalstræti 75 á Patreksfirði föstudaginn 11. október nk. Milli kl. 13:00 og 15:00. Skipulagsgögn má nálgast hér og á skrifstofu Vesturbyggðar.

Greinagerð

Kort

Í kjölfar kynningarinnar verður tillagan lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar fyrir formlega auglýsingu hennar.

 

Kynning á deiliskipulagi Hótels og nágrennis

Tillaga að deiliskipulagi hótels og nágrennis ásamt umhverfisskýrslu verður til sýnis og umræðu hjá skipulagsfulltrúa skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, Aðalstræti 75 á Patreksfirði föstudaginn 11. október nk. Milli kl.
13:00 og 15:00. Skipulagsgögn má nálgast ennfremur hér og á skrifstofu Vesturbyggðar.

Greinagerð

Kort

Í kjölfar kynningarinnar verður tillagan lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar fyrir formlega auglýsingu hennar.

Óskar Örn Gunnarsson

skipulagsfulltrúi.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is