Kynningaferð til Fjarðabyggðar

Forsvarsfólk Vesturbyggðar, Tálknafjarðarhrepps og félags atvinnurekenda mun heimsækja Fjarðabyggð dagana 8. til 9. nóvember nk. Þar verða ofanlóðamannvirki, hafnarmannvirki skoðuð ásamt því að farið verður í fyrirtæki eins og verktakafyrirtækið Launafl, Alcoa ofl. 

Rætt verður við Smára Geirsson fyrrum oddvita og forsvarsmenn sveitarfélagsins um uppbygginguna í Fjarðarbyggð. 

Áhugasamir eru eindregið hvattir til að setja sig í samband við Gerði Björk Sveinsdóttir verkefnastjóra hjá Vesturbyggð í síma 450-2309/892-4247 eða í netfangið gerdur@vesturbyggd.is

 

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is