Kynningarfundur Matís

Matís
Matís
Matís býður upp á kynningarfund á sunnanverðum Vestfjörðum í félagsheimilinu á Bíldudal mánudaginn 18. júní kl. 17.

Sérfræðingar frá Matís í Reykjavík, Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum verða á staðnum til að kynna starfsemi Matís og þá möguleika sem felast í opnun starfsstöðvar Matís á sunnanverðum Vestfjörðum og á Snæfellsnesi.

Allir sem áhuga hafa eru boðnir velkomnir á fundinn til að kynna sér starfsemi Matís og hvaða möguleikar eru í boði á rannsóknum og aðstoð Matís við uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu. Matís er þekkingar- og rannsóknafyrirtæki sem vinnur að þróun og nýsköpun i matvælaiðnaði, líftækni og matvælaöryggi. Matís veitir ráðgjöf og þjónustu til fyrirtækja í sjávarútvegi og landbúnaði, sem og íslenska ríkinu. Sem dæmi kemur Matís að þróun á nýjum vörum og ferlum fyrir fyrirtæki og hefur mikilvægu hlutverki að gegna varðandi gæði og öryggi matvæla.

Starfsfólk Matís hvetur alla áhugasama til að koma og kynna sér starfsemina, hitta starfsfólkið og ræða málin. Allir eru velkomnir.

Matís , Vínlandsleið 12, Reykjavík, 422-5000, matis@matis.is, og starfsfólk Matís á sunnanverðum Vestfjörðum, Lilja Magnúsdóttir, 858-5085, liljam@matis.is, Hólmgeir Reynisson, 867-4553, holmgeir@matis.is.
 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is