Landvarsla á náttúruverndarsvæðum Vesturbyggðar

Sumarið er komið með öllum sínum fargestum og  þar á meðal landverðir Umhverfisstofnunar sem verða tveir þetta árið eins og síðastliðið sumar.

 

Landvarsla í friðlandinu Vatnsfirði og náttúruvættunum Surtabrandsgili og Dynjanda verður í höndum Yvonne Zerah Smith sem mun starfa frá 7. júní til 16. ágúst.  Helstu verkefni landvarðar eru eftirlit með verndarsvæðunum þremur,  fræðsla og upplýsingagjöf til ferðamanna ásamt ýmsum viðhaldsverkefnum. Landvörður mun einnig sjá um skipulagðar gönguferðir fimm sinnum í viku í Surtabrandsgil (sjá dagskrá), en almenningi er einungis heimil för í gilið í fylgd með landverði eða að fengnu leyfi ábúenda á Brjánslæk eða Umhverfisstofnunar.  

 

Landvarsla á Látrabjargssvæðinu verður að þessu sinni í höndum Dagnýjar Bryndísar Sigurjónsdóttur og mun hún starfa á tímabilinu 14. júní til 23. ágúst. Helstu verkefni landvarðar eru eftirlit á Látrabjargi og nágrenni, umsjón með salernisaðstöðu á Brunnum ásamt ýmsum viðhaldsverkefnum.

 

Sjálfboðaliðar Umhverfisstofnunar munu starfa á öllum verndarsvæðum í byrjun sumars. Verkefni sem liggja fyrir eru fyrst og fremst viðhald á göngustígum á Bjargtöngum í Vatnsfirði og á Dynjanda.

 

Landvarsla snýst að miklu leiti um náttúrutúlkun, þ.e. að fræða almenning um náttúruna, hvetja fólk til útivistar og njóta, vernda og virða náttúru Íslands. Landverðir verða með skipulagað dagskrá í sumar þar sem almenningi stendur til boða gönguferðir um verndarsvæðin, að upplifa þessar stórkostlegu náttúruperlur  sem Vesturbyggð hefur að geima.   

 

Dagskrá landvarða sumarið 2013

12. júní – 14 ágúst: Surtabrandsgil. Tveggja tíma gönguferðir í Surtabrandsgil á miðvikudögum kl. 15:00 og á laugardögum og sunnudögum kl. 11:00 og 15:00.

 

16. júní: Dagur hinna villtu blóma. Tveggja tíma ganga um brúnir Látrabjargs þar sem gestum gefst tækifæri til að fræðast um flóru svæðisins (nánar auglýst síðar).

 

5-7. júlí: Barnahelgi í Vatnsfirði. Fjölskyldudagskrá þar sem sérstaklega er höfðað til barna (nánar auglýst síðar).

 

20. júlí: Friðlýstar náttúruperlur í Vesturbyggð. Fyrirlestur á Minjasafni Egils Ólafssonarum  kl. 15:00.

 

28. júlí: Barnastund með landverði kl. 15:00 við Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti.

 

31. júlí: Alþjóðadagur landvarða. Landverðir bjóða almenningi að gerast landverðir í einn dag með því að taka þátt í daglegum störfum landvarða í Vatnsfirði frá kl. 13:00-17:00(nánar auglýst síðar).

 

17. ágúst: Náttúra Látrabjargs, verndargildi og landvarsla. Fyrirlestur á Minjasafni Egils Ólafssonar .

 

16. september: Dagur Íslenskra náttúru (dagskrá auglýst síðar).

 

Dagskrá verður auglýst nánar þegar nær dregur hverjum viðburði.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is