Laust húsnæði

Ágætu fasteignaeigendur í Vesturbyggð. Nokkuð mikið er um það að leitað sé til Vesturbyggðar til að athuga með laust húsnæði. Eins og staðan er núna er ekkert leiguhúsnæði í boði hjá sveitarfélaginu og biðlisti eftir lausum íbúðum. Ef að þið eigið húsnæði sem þið gætuð og vilduð koma í leigu eða sölu þá virðist eftirspurnin vera næg. Endilega setjið ykkur í samband við skrifstofuna ef að þið viljið að við bendum á ykkur.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is