Lionsklúbbur Patreksfjarðar færir Bókasfni Patreksfjarðar gjöf.

Formaður Lionsklúbbs Patreksfjarðar, Leiknir Thoroddsen, afhenti Bókasafninu á Patreksfirði glæsilega gjöf í dag en Lionsklúbburinn styrkti bókasafnið til kaupa á húsgögnum fyrir yngstu notendur þess.

Krakkarnir úr lengdu viðverunni heimsækja bókasafnið alltaf á fimmtudögum og tóku við gjöfinni í dag fyrir hönd allra krakka á Patreksfirði. Með þessu hefur aðstaðan fyrir börnin batnað mikið og á Lionsklúbburinn þakkir skyldar fyrir þessa rausnarlegu gjöf.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is