Lionsklúbbur Patreksfjarðar í góðum tengslum við Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

 

Á meðfylgjandi mynd tekur Eydís Þórsdóttir deildarstjóri Fjölbrautaskóla Snæfellinga við skjá og tengdum búnaði sem Lionsklúbbur Patreksfjarðar færði Patreksfjarðardeild skólans nýlega til notkunar við fjarkennsluna. Fulltrúar klúbbsins við afhendinguna voru Eiður B Thoroddsen formaður, Gunnar Sean Eggertsson gjaldkeri og Úlfar B Thoroddsen ritari.

Klúbburinn hefur veitt nýnemum Patreksfjarðardeildar skólans fjárstyrk til bókakaupa frá því hann  tók til starfa á  Patreksfirði haustið 2007. 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is