Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands (FÍ) verða á öllu landinu nú í september og eru einn af hápunktunum í glæsilegri afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga í septembermánuði kl. 18:00. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka  u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.

Fyrsta gangan verður á morgun, gengið verður bæði á Patreksfirði og á Bíldudal. Á Patreksfirði verður gengið upp Mikladal. Mæting við N1 klukkan 18:00. Göngustjóri er Þóra Sjöfn Kristinsdóttir. Á Bíldudal verður gengið upp varnargarðinn. Göngustjóri er Lára Þorkelsdóttir. Mæting við Vegamót klukkan 18:00. Allir hvattir til að mæta bæði ungir sem aldnir. Hægt er að skrá sig í göngu hér en dregið verður úr hópi þeirra sem skrá sig og eru veglegir vinningar í boði. Ekki er þó nauðsynlegt að skrá sig og er auðvitað bara hægt að mæta á staðinn.

Allar upplýsingar um göngurnar er hægt að nálgast hér

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is