Námskeið í gerð umsókna í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða.

Haldið verður örnámskeið fyrir íbúa Vesturbyggðar og Tálknafjarðar um gerð umsókna í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða á Birkimel, Patreksfirði og Bíldudal þriðjudaginn 3. janúar 2017:

Kl. 14:00 Birkimel á Barðaströnd.

Kl. 17:00 Skor á Patreksfirði.

Kl. 20:30 Skrímslasetrið á Bíldudal.

Skúli Gautason, menningarfulltrúi og Valgeir Ægir Ingólfsson, atvinnumálafulltrúi ATVEST halda námskeiðin og verða þeir til viðtals á ofangreindum stöðum.

Frestur til að skila umsóknum til Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða rennur út á miðnætti mánudaginn 9. janúar 2017.

Bæjarstjóri Vesturbyggðar.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is