Námskeið um þátttöku í sveitarstjórn

Ef þig langar að hafa áhrif á þitt nánasta umhverfi á þá ætlum við að kenna þér hvernig. 

Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur standa saman að námskeiði um hvað felst í þátttöku í sveitastjórn.

Fulltrúar frá ráðgjafafyrirtækinu Ráðrík segja ykkur frá verkefnum sveitarstjórna og nefnda og hvernig hægt er að hafa áhrif og Kristín Á. Ólafsdóttir kennir ykkur hvernig maður kemur skoðunum sínum á framfæri. Stutt og gagnlegt fyrir alla, líka þá sem hafa þegar einhverja reynslu.

Námskeiðið verður haldið á Patreksfirði 8. nóvember klukkan 17:30. Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar.

Nú er tækifærið!

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is