Námskeiðið fjármálalæsi - Fjármál heimilanna

Fjármálaskóli Alþýðu og Fræðslumiðstöð Vestfjarða í samstarfi við
Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Ísafjarðarbæ, Vesturbyggð og Strandabyggð
standa fyrir námskeiðinu Fjármálalæsi – Fjármál heimilanna
á Ísafirði miðvikudaginn 26. nóvember kl. 18:00 – 21:00.

Námskeiðið fer fram hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða að Suðurgötu 12 á Ísafirði,
en ætlunin er að tengjast þátttakendum á Hólmavík og Patreksfirði
með aðstoð fjarfundarbúnaðar.

Á námskeiðinu verður tekið á þáttum eins og;
• Greiðslubyrði lána
• Greiðsluerfiðleikum
• Verðbólgu
• Sparnaði
• Heimilisbókhaldi

Þá verða einnig unnin verkefni í tengslum við námsefnið.
 Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur meðvitaðri um eigin fjármál.

Kennarar verða Henný Hinz hagfræðingur ASÍ og…

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Vinsamlegast skráið ykkur á www.frmst.is, eða tilkynnið þátttöku til Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða
í síma 456 5025 eða með tölvupósti frmst@frmst.is fyrir 25. nóvember nk.

Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is