Norrænt vinabæjarmót í Vesturbyggð

Norrænt vinabæjarmót verður haldið í Vesturbyggð dagana 5. til 7. september 2014 með þátttöku þrjátíu og sex fulltrúa þar af sex unglingar frá vinabæjum Vesturbyggðar á Norðurlöndum eða frá Vadstena í Svíþjóð, Svelvik í Noregi, Nordfyn í Danmörku og Naantalin (Naadendal) í Finnlandi. Aðalumræðuefni fundarins er menntun og atvinnuleysi ungs fólks og hvað er gert til að halda í unga fólkið í heimabyggð. Fundað verður í félagsheimilinu Baldushaga, Bíldudal á laugardagsmorgni 6. september þar sem flutt verða erindi og málefnið ítarlega rætt í umræðuhópum. Fulltrúar norrænu félaganna funda auk þessa um samstarf og málefni félaganna.

Gestirnir kynna sér starfsemi fyrirtækja á Patreksfirði og á Bíldudal og fara í skoðunarferð um Suðurfirðina í Arnarfirði. Þeir gista í heimahúsum á Patreksfirði og á Bíldudal.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is