Ný heimasíða Leikskóla Vesturbyggðar

Það er gaman að segja frá því að ný heimasíða leikskóla Vesturbyggðar hefur verið tekin í notkun. Útlit síðunnar er skemmtilegt og er hún auðveld í notkun og aðgengileg. Julie Gasiglia hönnuður hjá hönnunarstúdíóinu Býfluga, sem staðsett er í Merkisteini, Aðalstræti 72, hannaði síðuna. Meira efni verður sett inn á síðuna á næstu dögum og svo verður hún að sjálfsögðu uppfærð reglulega með nýjum myndum og fréttum. Hægt er fara inn á síðuna bæði með því að slá inn araklettur.is og tjarnarbrekka.is.

www.tjarnarbrekka.is

www.araklettur.is

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is