Nýr prestur í Patreksfjarðarprestakalli

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir vígði á sunnudag, Maríu Guðrúnu Gunnlaugsdóttur, til prests í Patreksfjarðarprestakalli. Tíu manna valnefnd prestakallsins mælti með því að María Guðrún yrði skipuð í embættið. Um var að ræða sögulega stund þar sem þetta var í fyrsta sinn sem kvenbiskup vígir tvær konur hérlendis til prestþjónustu en Arndís G. Bernhardsdóttir Linn var vígð til þjónustu í Kvennakirkjunni. María Guðrún er 28 ára gömul og brautskráðist hún með MA –próf í guðfræði frá Háskóla Íslands 2011. Hún hefur verið búsett í Svíþjóð undanfarið.

Frétt af bb.is

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is