Nýr starfsmaður

Nýlega hóf Arnheiður Jónsdóttir störf hjá Vesturbyggð en hún mun vinna að málefnum aldraðra og fatlaðra. Arnheiður er þroskaþjálfi að mennt. Arnheiður hefur einnig lokið námi í opinberri stjórnsýslu og stjórnun frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Áður vann hún sem verkefnisstjóri Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks og þar á undan sem sviðsstjóri hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum. Arnheiður er fædd og uppalin á Patreksfirði, gift Þresti Reynissyni og eiga þau 3 börn.

 

Vesturbyggð býður Arnheiði velkomna til starfa.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is