Nýr starfsmaður Vesturbyggðar

Vegna mikill umsvifa í tæknideild Vesturbyggðar hefur nýr starfsmaður, Elfar Steinn Karlsson byggingatæknifræðingur frá Bíldudal, verið ráðinn til starfa tímabundið  hjá Vesturbyggð en hann mun verða byggingarfulltrúa til aðstoðar. Elfar Steinn verður í 50% starfi hjá Vesturbyggð og 50% starfi hjá Verkfræðistofunni Verkís. Elfar Steinn er fæddur og uppalinn á Bíldudal.

Elfar lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Þaðan fór hann í Háskólann í Reykjavík og útskrifaðist sem byggingartæknifræðingur vorið 2012.  Sambýliskona Elfars er Lilja Rut Rúnarsdóttir kennari við Grunnskóla Vesturbyggðar sem útskrifaðist úr Kennaraháskólanum 2007. Þau búa þau á Bíldudal ásamt börnum sínum tveimur, fjögurra og tveggja ára.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is