Nýtt deiliskipulag af hafnarsvæðinu á Bíldudal

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi þann 17. október 2012 að auglýsa nýja deiliskipulagstillögu af hafnarsvæðinu á Bíldudal.

Tillagan er til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar, Skrifstofu Vesturbyggðar að Aðalstræti 75, Patreksfirði og skrifstofu Skipulagsstofnunar Laugavegi 166 á skrifstofutíma frá og með miðvikudeginum 24. október 2012 til og með 7. desember 2012.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuni að gæta er gefin kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 7. desember 2012. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, 450 Patreksfirði.

Athugasemdir skulu vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.

 

Ármann Halldórsson, byggingarfulltrúi Vesturbyggðar

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is