Opið hús í framhaldsdeildinni á mánudaginn

Fjölbrautaskóli Snæfellinga
Fjölbrautaskóli Snæfellinga
Opið hús verður í framhaldsdeild Fjölbrautaskóla Snæfellinga á Patreksfirði mánudaginn 26. apríl frá kl. 20-21.

 

Vegna heimsóknar skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Jóns Eggerts Bragasonar og fulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Karls Kristjánssonar, til Patreksfjarðar verður opið hús í framhaldsdeildinni.

 

Einnig verða deildarstjóri framhaldsdeildar, Friðbjörg Matthíasdóttir, og námsráðgjafi skólans, Helga Lind Hjartardóttir, á staðnum. Foreldrar og aðrir áhugasamir um framhaldsdeildina eru hvattir til að koma á þessum tíma til að taka þátt í umræðum um skólann og starfsemi hans.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is