Opinber heimsókn forseta Íslands

Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid koma í opinbera heimsókn til Vesturbyggðar dagana 3. og 4. október. Munu þau m.a. heimsækja skóla og fyrirtæki í sveitarfélaginu. Á mánudagskvöldið kl 20.00 verður kaffisamsæti í FHP fyrir forsetann og alla íbúa Vesturbyggðar. Þar verða ávörp og skemmtiatriði og gestum gefst tækifæri á að spjalla við forsetahjónin.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is