Opnunarhátíð hjá Westfjords Adventures

Westfjords Adventures bjóða öllum íbúum og gestum á sunnanverðum Vestfjörðum til opnunarhátíðar á nýju Ferðamannamiðstöðinni að Aðalstræti 62, Patreksfirði.

Í húsinu er fjölbreytt starfssemi s.s. ferðaafþreying og ferðaskrifstofa Westfjords Adventures, ferðamannaverslun og upplýsingamiðstöð.

Hátíðin verður miðvikudaginn 17. júlí 2013 milli kl. 17:30 og 19:30 Cintamani gefur 20% kynningarafslátt á völdum útivistavörum. Boðið verður uppá grillmat og gos í samstarfi við Fosshótel-Vestfirði, Fjölval og Bílaleigu Akureyrar (Europcar), samstarfsaðila Westfjords Adventures

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is