Patrekshöfn flaggar bláfána

Bláfáninn var dreginn að húni í Patrekshöfn í gær eftir nákvæma úttekt fulltrúa Landverndar. Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisviðurkenning sem veitt er smábátahöfnum og baðströndum og er útbreiddasta umhverfisviðurkenningar sinnar tegundar í heiminum. Bláfáninn er veittur fyrir markvissa umhverfisstjórnun, góða þjónustu og vandaða upplýsingagjöf um aðbúnað og umhverfi.

Handhafar Bláfánans skulu uppfylla skilyrði er að lúta að eftirfarandi þáttum:
1) Umhverfisstjórnun
2) Umhverfisfræðsla og upplýsingagjöf
3) Öryggi og þjónusta
4) Vatnsgæði

Meginmarkmið verkefnisins er að vernda umhverfi í og við smábátahafnir og baðstrendur jafnframt því að bæta þjónustu með fræðslu um náttúru svæðanna og fullnægjandi aðstöðu og úrræðum til að auka öryggi notenda, starfsfólks og gesta.

Yfir 3850 staðir í 46 löndum í Evrópu, Suður-Afríku, Marokkó, Túnis, Nýja Sjálandi, Brasilíu, Kanada og Karabíska hafinu flagga Bláfánanum.

Bláfánaverkefnið varð til árið 1985 og er undir hatti alþjóðlegra samtaka um umhverfismennt, Foundation for Environmental Education (FEE). Landvernd hefur verið fulltrúi FEE á Íslandi frá árinu 2001 og Bláfánaverkefninu var hleypt af stokkunum árið 2003.
Bláfáninn kominn í Patrekshöfn!!

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is