Safnadagurinn

Safnadagurinn verður haldinn sunnudaginn 8. júlí 2012.

Athöfn verður í og við Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti í tilefni þess að 65 ár eru liðin frá björgunarafrekinu við Látrabjarg.

Kl. 14:00 Messa í Sauðlauksdalskirkju. Sr. Leifur Ragnar Jónsson prédikar.

Kl. 15:15 Minningarathöfn við minnisvarða látinna sjómanna við Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti. Sr. Leifur Ragnar Jónsson flytur minningarorð.

Kl. 15:30 Léttar veitingar í MEÓ. Forstöðumaður safnsins, Heiðrún Eva Konráðsdóttir flytur ávarp.

Kl. 16:00 Björgunarsveitin Bræðrabandið sýnir notkun fluglínutækja fyrir utan safnið.

Kl. 17:00 Myndin „Björgunarafrekið við Látrabjarg" sýnd á safninu.

Frítt verður á safnið og léttar veitingar í boði.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is