Sendiherrar sameinuðuþjóðanna

1 af 3

Fjölmennt lið hefur annast kynningu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í formi tilraunaverkefni sem nefnist   „Sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks“..

 

Við íbúar í Vesturbyggð og Tálknafirði vorum  þeirrar ánægju aðnjótandi  að fá þrjá sendiherra  í heimsókn til okkar dagana 22. og 23. maí  2013 ásamt réttindagæslumanni Vestfjarða Jóni Þorsteini Sigurðssyni.

 

Þau fóru í þrjá grunnskóla og hittu þar starfsmenn skólanna og nemendur í 9.og 10. bekk, auk þess sem þau hittu starfsmenn heilbrigðisstofnunarinnar og  héldu íbúafund.

 

Boðskapur sendiherrana var  mannréttindi, var skilmerkilega og vel farið yfir samning Sameinuðu þjóðanna og bókstarfurinn kryddaður með alkyns sögum af eigin reynslu og annarra.

 

Með sendiherrunum fylgdi heilmikill kraftur og miklar umræður sköpuðust um réttindi og aðgengi.  Nemendur grunnskólanna voru mjög áhugasöm og spurðu margs. Það kom fram á öllum fundunum að þau eru kraftur framtíðarinnar og þar sem það þarf að breyta viðhorfum eru þau lykillfólk.

 

Á fundunum kom fram að það  sunnanverðir Vestfirðir þyrftu að taka sig á í aðgengismálum og á það við opinberar stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga jafnt og einkafyrirtæki.

 

Hópnum var allsstaðar vel tekið og  þau fóru sátt heim eftir fundarferðina.

 

Sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna  takk fyrir komuna, fræin sem þið sáðuð eiga eftir að blómstra.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is