Sjötíu ár frá strandi togarans Dhoons frá Fleetwood undir Látrabjargi.

Í dag 12. desember 2017 eru 70 ár liðin frá því að togarinn Dhoon frá Fleetwood strandaði undir Látrabjargi í slæmu veðri. Bændur á Látrum og nágrenninu brugðust við og náðu að bjarga 12 mönnnum við nánast ólýsanlegar aðstæður en 3 höfðu áður farist úr áhöfninni.

Í tilefni þessara tímamóta fóru nokkrir félagar úr björgunarsveitinni Bræðrabandinu í gær 11. desember að minnismerkinu um atburðinn, sem er efst á Geldingsskorardal, og kveiktu á þremur friðarljósum.

Snjólétt var á svæðinu og færð góð. Sólin sigldi lágt yfir Snæfellsnesi og lýsti upp strandlengjuna norðan Breiðafjarðar og björtum glampa sló á hæstu fjallatinda norðan Arnarfjarðar. En nú 12. desember er dimmt yfir og aðstæður nær því sem var fyrir 70 árum.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is