Skipulagsmál í Vesturbyggð

 

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkt á fundi sínum þann 17. apríl síðastliðinn að auglýsa tvær nýjar deiliskipulagstillögur og eru þær eftirfarandi.

 

Fóðurstöðvar við Naust í Fossfirði í Vesturbyggð.

Megin forsendur deiliskipulagsins er að finna í nýsamþykktri breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna laxeldis, efnislosun og efnistaka, landnotkun í fjallshlíðum þéttbýla, iðnaðarsvæði á Bíldudal og Aðalstræti 100 og nágrennis. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 56.000 m2 iðnaðarlóð ásamt aðkomu fyrir fóðurstöð laxeldis. Gert er ráð fyrir 4 byggingarreitum á lóðinni, þ.e. byggingarreit fyrir allt að 80 m2 starfsmannahúsi, byggingarreit fyrir allt að 80 m2 véla- og verkstæðishúsi ásamt fóðursílóum, byggingarreit fyrir allt að180 m2 fóðurgeymslu og byggingarreit fyrir allt að 150 m2 nausti.

Tillöguna má sjá hér.

 

Holtsfit á Barðaströnd.

Um er að ræða deiliskipulag lítillar frístundabyggðar á Jörðinni Holtsfit landnúmer 139797 og staðgreinir 4607-1-00024000.

 

Skv. 41. gr. laga nr. 123/2010 er auglýst eftir athugasemdum við tillögunar.

Skipulagsuppdrættir liggja frammi á skrifstofu Vesturbyggðar Aðalstræti 75, Patreksfirði frá 8. maí  2013 til 25. Júní 2013. Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.vesturbyggd.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 25. júní 2013. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Vesturbyggðar Aðalstræti 75 eða á netfangið armann@vesturbyggd.is merkt “ skipulagsmál í Vesturbyggð ”. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni.

Tillöguna má sjá hér.

 

Með kveðju,

Ármann Halldórsson byggingarfulltrúi.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is