Skýrsla frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjaðar um stöðu Vesturbyggðar

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða vann skýrslu að beiðni Vsturbyggðar til þess að svara spurningunni; Hver er staða Vesturbyggðar.

Í skýrslunni er lagt úr frá þremur lykilþáttum: Íbúaþróun, vinnumarkaður og atvinnulíf.

Hér má lesa skýrsluna.

Hér að neðan er samantekt skýrslunnar.

 

Samantekt:

 

Vesturbyggð er 33. stærsta sveitarfélag á Íslandi og 1. janúar 2015 voru 1.002 íbúar í Vesturbyggð.

 

Þróunin á Vestfjörðum einkennist af fækkun íbúa og frá árinu 1990 hefur Vestfirðingum fækkað um 27% en í Vesturbyggð er fækkunin 38%. Þróun á síðastliðnum árum (2011-2014) sýnir þó viðsnúning í Vestubyggð, en sveiflurnar heilt yfir tímabilið eru umtalsverðar.

 

Ef miðað er við tímabilið frá 1998-2014 þá má greina fækkun íbúa á aldrinum 0-50 ára á meðan að íbúum 50 ára og eldri fjölgar. Árgangar eru misstórir og ekki samfella í aldursdreifingu.

 

Hlutfall erlendra ríkisborgara er töluvert hátt og hefur hlutfall þeirra tvöfaldast frá árinu 1998. Í Vesturbyggð eru íbúar af 12 þjóðernum fyrir utan íslenskt. Fjölmennastir eru Pólverjar og Portúgalir.

 

Atvinnuleysi í Vesturbyggð er talsvert undir náttúrulegu atvinnuleysi sem er áætlað 2-3,5% á Íslandi en er í Vesturbyggð í kringum 1,8%. Hafa ber í huga að atvinnuleysi er að einhverju leyti flutt frá svæðinu sem sjá má í fólksfækkunartölum.

 

Vesturbyggð sem hluti af atvinnusvæðinu sunnanverðir Vestfirðir er talsvert stærra en nágrannasveitarfélagið Tálknafjarðarhreppur sem er hinn hluti atvinnusvæðisins. Á sunnanverðum Vestjörðum eru 136 lögaðilar og þar af 98 í Vesturbyggð.

 

Stærstur hluti lögaðila í Vesturbyggð er í útgerð.

 

Elstu kennitölurnar í Vesturbyggð eru; Oddi frá 1967, Logi frá 1969, útibú Landsbankans frá 1969, Vestri frá 1972 og Rafborg frá 1975.

 

Töluverðar sveiflur einkenna hagkerfið á sunnanverðum Vestfjörðum. Vöxtur hefur verið í tekjum og launagreiðslum en EBITDA og afkoma hefur ekki fylgst að.

 

Miðað við framleiðsluverðmæti þá er sjávarútvegur og framleiðslugreinar tengdar sjávarauðlindinni ráðandi í hagkerfinu og skapar um 64% af framleiðsluverðmætum svæðisins. Meirihluti starfa svæðisins eru tengd sjávarútvegi.

 

Frá árinu 2008 hafa útsvarstekjur vaxið samhliða vexti í tekjum og launagreiðslum hjá atvinnulífinu.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is