Slökkvilið kallað að Landsbankanum á Patreksfirði.

Slökkviliðið var kallað út að Landsbankanum á Patreksfirði á 10 tímanum í kvöld. Nokkurn reyk lagði frá hvelfingu bankanns. Um var að ræða hylki í peningafluttningatösku sem hafði sprungið og gefið frá sér blek og reyk.


Slökkvilið Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bildudals voru kölluð út og mættu fyrstu menn á staðinn eftir 4 mínútur. Taskan var fjarlægð úr bankanum og kerfið aftengt. Reykræsta þurfti bankann eftir aðgerðir, skemmdir á húnsnæði voru litlar sem engar. Skola þurfti blek sem hafði lekið niður á götu og ræsta þarf húsnæði bankans.


Allar aðgerðir tókust vel og var lokið á 2 klukkutímum.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is