Slökkviliðsæfing á Bíldudal - laugardaginn 8. október 2016.

Tekin hefur verið ákvörðun um að rífa Höfðabrún, Lönguhlíð 22, vegna lélegs ástand hússins í framhaldi skemmda sem húsið varð fyrir í aurflóðinu í mars sl. Húsið hefur verið metið ónýtt.

Slökkviliðið mun nýta tækifærið og halda slökkviliðsæfingu í húsinu, kveikja í því og brenna niður. Þetta er mikilvægt tækifæri fyrir slökkviliðið þar sem slíkar æfingar eru mun nær raunveruleikanum heldur en eldur í gámi eða á æfingasvæðum.

Æfingin er áætluð laugardaginn 8. október ef verður leyfir.

Farið verður eftir ströngum verklagsreglum um slíkar æfingar þar sem meðal annars íbúar í nágrenninu eru látnir vita. Slíkum æfingum fylgir óneitanlega dálítill reykur og einhver óþægindi fyrir íbúa. Markmiðið með æfingunni er fyrst og fremst að þjálfa betur slökkviliðsmenn sveitarfélagsins og að auka á öryggiskennd íbúa við að eiga betur þjálfað slökkvilið.

Ef það eru einhverjar spurningar þá endilega hafið samband.

Kveðja,

Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri.

slokkvilid@vesturbyggd.is

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is