Snjóflóðavarnir á Patreksfirði.

Uppsetning snjóflóðagrinda og vindkljúfa ofan upptakasvæða Urða og Klifs.

Nú er að hefjast vinna við að koma upp snjóflóðagrindum og vindkljúfum uppi á Brellum. Varnir þessar eru tilraunaverkefni og eiga að styðja við fyrirhugaðar ofanflóðavarnir ofan Urða og Mýra. Ef tilraunaverkefni þetta reynist vel verða fleiri grindur og kljúfar settir upp.

Verktaki er Köfunarþjónustan ehf og Framkvæmdasýsla ríkisins sér um eftirlit. Verktakinn hefur sett upp vinnusvæði á Drengjaholti (Wembley) þar sem aðföng eru geymd. Fimmtudaginn 18. maí nk. verður búnaður, vistaverur o.fl. flutt með þyrlu frá vinnusvæði verktakans upp á fjall. Áætlað er að þyrlan þurfi að fljúga um 70 ferðir og mögulegt er að flugið teygist fram á föstudag. Settar verða upp vinnubúðir á framkvæmdasvæðinu á fjallinu og munu starfsmennirnir, sem vinna við uppsetningu grindanna og kjúfana, dvelja þar þangað til verkinu lýkur. Verklok eru áætluð um miðjan júní.

Foreldrar eru beðnir að ítreka fyrir börnum sínum að fara ekki of nærri þyrlunni þegar hún er að störfum á vinnusvæðinu, því grjót og annað lauslegt getur feykst frá henni.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is