Stefnuræða bæjarstjóra við fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2014

Frumvarp að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar fyrir árið 2014 er hér lagt fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Er þetta síðasta áætlun kjörtímabilsins. Síðasta ár hefur verið ár viðsnúnings í rekstri og fólksfjölgunar, nýrra tækifæra og bjartsýni. Miklar vonir eru bundnar við uppbyggingu í laxeldi og kalkþörungavinnslu sem og ferðaþjónustu en þar eru spennandi tímar framundan. Við leyfum okkur hins vegar ekki að vera bjartsýn í áætlunargerðinni enda gerir hún ekki ráð fyrir fjölgun íbúa heldur status quo. Fjölgun og útsvarshækkun verður því hrein viðbót við tekjur sveitarfélagsins.

Stefnuræðuna má sjá hér.

 

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is