Sveitarstjórnarkosningar 2014 – auglýsing um framboð

Kosning til sveitarstjórna verður haldinn laugardaginn 31. maí 2014. Frestur til að skila inn framboðslistum er til kl. 12 á hádegi laugardaginn 10. maí 2014.


Þeir aðilar sem hyggjast bjóða sig fram til sveitarstjórnar Vesturbyggðar skili inn framboðslista á bæjarskrifstofur sveitarfélagsins við Aðalstræti 63, Patreksfirði í lokuðu umslagi merkt „Yfirkjörstjórn Vesturbyggðar“ fyrir tilskilinn tíma.


Á framboðslista skal koma fram:
• Framboðslisti skal tilgreina skýrlega fullt nafn frambjóðenda, kennitölu þeirra, stöðu og heimili, til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir eru í kjöri.
• Gæta skal að reglum um hámarks- og lágmarksfjölda á lista.
• Listi með nægilegum fjölda meðmælenda þarf að fylgja. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili.
• Tilnefna þarf tvo umboðsmenn.
• Tilgreina ber nafn framboðs.
• Heimilt er að skila inn með listanum beiðni um tiltekinn listabókstaf.
• Framboðsfrestur rennur út kl. 12 á hádegi þann 10. maí 2014.

Nánar má lesa um framboð til sveitarstjórna, sækja eyðublöð og hvernig standa skal að framboði til sveitarstjórna á vef innanríkisráðuneytisins www.kosning.is á slóðinni http://www.kosning.is/sveitarstjornarkosningar-2014/frettir-2014/nr/8666.

Vesturbyggð, 5. maí 2014

Þórir Sveinsson, skrifstofustjóri.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is