Tjaldsvæði Patreksfirði - framlengdur umsóknarfrestur

Vesturbyggð óskar eftir umsóknum frá aðilum sem vilja taka að sér rekstur tjaldsvæðisins á Patreksfirði í sumar. Með mögulegri framlengingu til lengri tíma.

Um er að ræða rekstur á núverandi aðstöðu tjaldsvæðisins gegn leigugreiðslu. Leitað er eftir aðila sem hefur brennandi áhuga á að byggja upp ferðaþjónustu á svæðinu. 

Óskað er eftir tillögum um rekstrarform.

Umsóknarfrestur er til 20. apríl n.k. og skal skila umsóknum á skrifstofu Veturbyggðar, merkt „Rekstur tjaldsvæðis“ eða senda umsókn á gerdur@vesturbyggd.is.  Nánari upplýsingar veitir Gerður Björk Sveinsdóttir á skrifstofu Vesturbyggðar.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is