Umhverfisátak – „Einn svartur ruslapoki“

Í tilefni að grænum apríl ætlar Olís í samvinnu við Vesturbyggð og fleiri sveitarfélög að gefa hverjum íbúa svartan ruslapoka og hvetja þannig til umhverfisátaks 20. apríl. 

 

Hægt er að nálgast pokann í áhaldahúsinu á Patreksfirði eða vigtaskúrnum á Bíldudal laugardaginn 20. apríl milli klukkan 10 og 12.

 

Íbúar eru hvattir til þess að ganga um nágrenni sitt og týna rusl í pokann, loka honum vandlega og skila í áhaldahúsið á Patreksfirði eða vigtarskúrinn á Bíldudal milli kl 16 og 18 sama dag.

 

Einnig er hægt að fá ruslapoka og skila á virkum dögum hjá áhaldahúsunum.

 

Bæjarstjóri

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is