Umhverfisverðlaun í Vesturbygggð

Skipulags- og byggingarnefnd Vesturbyggðar hefur veitt nokkrum íbúum viðurkenningar fyrir að huga vel að umhverfi sínu og byggingum sem er bæjarfélaginu til sóma.

Hermann Ármannsson og Ásdís Berg Magnúsdóttir fengu verðlaun fyrir fallegan og vel hirtan garð að Sigtúni 15, Patreksfirði.

Fyrir fallegan og vel hirtan garð fengu þau Runólfur Ingólfsson og Guðbjörg Friðriksdóttir verðlaun fyrir Arnarbakka 6, Bíldudal

Sigríður Jóna Runólfsdóttir að Gilhaga á Bíldudal fékk verðlaun fyrir vel heppnaða endurgerð eldra húss og einnig þau Steinunn Finnbogadóttir og Freyr Héðinsson fyrir Stúkuhúsið Patreksfirði.

Þau Finnbogi Kristjánsson og Ólöf Pálsdóttir fengu svo verðlaun fyrir snyrtilegt lögbýli að Breiðalæk Barðaströnd.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is