Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar

Vesturbyggð stendur fyrir námskeiði um uppeldi barna dagana 10.-12. apríl 2015 í boði Kvenfélagsins Sifjar.

Á uppeldisnámskeiðunum er áhersla lögð á að nota jákvæðar aðferðir til að laða fram æskilega hegðun og fyrirbyggja erfiðleika.

 • Koma sér saman um skipulag uppeldisins og setja sér markmið til framtíðar.
 • Ákveða hvaða hegðun og færni foreldrum finnst eftirsóknarverð í fari barnsins. 
 • Koma á föstum venjum frá upphafi sem setja ramma um daglegt umhverfi barnsins og veita því öryggi. 
 • Hafa raunhæfar væntingar til barnsins og gefa skýr skilaboð um til hvers er ætlast af því. 
 • Vera vakandi fyrir allri æskilegri hegðun barnsins og bregðast við með athygli, hrósi eða annarri umbun.
 • Velja og fylgja eftir fáum og skýrum reglum sem eru í samræmi við þroska og aldur barnsins.
 • Setja börnum skorður og hjálpa þeim að læra að setja sér eigin mörk.
 • Hvetja markvisst til góðrar hegðunar með leiðsögn, beinni kennslu og síðast en alls ekki síst, með góðu fordæmi. Þetta þýðir að foreldrar þurfa að verða mjög meðvitaðir um sína eigin hegðun.
 • Verja reglulega tíma með barninu og skipuleggja skemmtilegar samverustundir allrar fjölskyldunnar.
 • Passa upp á sjálfan sig og makasambandið, leita aðstoðar þegar þarf.
 • Vinna saman að því að leysa verkefni eða vandamál sem upp koma.
 • Vanda sig og styðja hvort annað, en muna að enginn er fullkominn.

Námskeiðið er fyrir foreldra 6-7/8 ára (1.-2. bekkur) og yngri barna. Báðir foreldrar eru hvattir til að mæta, þar sem það á við, til að ná sem bestum árangri.

Námskeiðið verður haldið í Félagsheimili Patreksfjarðar og hefst föstudaginn 10. apríl kl. 17.00 og stendur til 19.00. Laugardag frá kl. 10.00-12.00 og hefst eftir hádegishlé kl. 13.00-15.00. Sunnudag kl. 9.30-11.30, alls 8 klukkustundir.

 

Námskeiðið er foreldrum sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu að kostnaðarlausu í boði Kvenfélagsins Sifjar. Skráning stendur yfir hjá Elsu Reimarsdóttur félagsmálastjóri Vesturbyggðar, í síma 450 2300 eða með tölvupósti á netfangið elsa@vesturbyggd.is

Leiðbeinandi er Lone Jensen sem starfar hjá Þroska- og hegðunarstöð.

Námskeiðið byggir á Uppeldisbókinni Að byggja upp færni til framtíðar sem Skrudda gefur úr og er hún til sölu á námskeiðinu á afsláttarverði. Panta þarf bókina við skráningu.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is