Vatnslaust á Geirseyri

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Hluti Geirseyrar verður vatnslaus næstkomandi sunnudag vegna framkvæmda.

Vatnslaust verður á afmörkuðu svæði á Geirseyri á Patreksfirði milli kl. 10 og 18 sunnudaginn 7. október nk. á meðan unnið er að viðgerð á aðalæð bæarins.

Starfsmenn áhaldahúss vinna að viðgerð ofan Aðalstrætis 100 og verður skúfað fyrir vatnið í húsum frá Aðalstræti að Sigtúni 17/19, Balar 4/6 og 17/19. Brunnum 2,4,6,8,10,12,14,16 og Björgum milli 112b til 130. Einnig verður vatnlaust í vélsmiðju Loga og félagsheimili.

Beðist er afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.

Áhaldahússtjóri

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is