Verið er að rýma svæði 4 á Patreksfirði

Urðargata og Mýrargata eru lokaðar vegna snjóflóðahættu.

Frétt frá mbl.is

Búið er að taka ákvörðun um að rýma svæði fjög­ur á Pat­reks­firði vegna snjóflóðahættu.

Veður­stof­an hef­ur lýst yfir hættu­stigi vegna snjóflóða á Pat­reks­firði og óvissu­stigi vegna snjóflóða á norðan­verðum Vest­fjörðum.

Upp­fært kl. 14.09

Um er að ræða nokk­ur íbúðar­hús og er nú verið að kanna hvort rýma þurfi fleiri svæði.

Að sögn veður­fræðings á Veður­stofu Íslands hafa fallið nokk­ur flóð á veg inn­ar í firðinum. „Þetta gerðist mjög fljótt þegar veðrið versnaði,“ seg­ir veður­fræðing­ur um stöðu mála.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is