Vesturbyggð auglýsir eftir verkefnisstjóra

Sveitarfélagið Vesturbyggð óskar eftir að ráða drífandi, sjálfstæðan og metnaðarfullan einstakling í starf verkefnisstjóra samfélagsuppbyggingar. Megin viðfangsefnið er stefnumörkun, framkvæmd og eftirfylgni í atvinnuþróun, uppbyggingarmálum  og á sviði menningarmála samfélagsins. Leitað er eftir traustum og sjálfstæðum einstaklingi sem hefur reynslu af störfum í stjórnsýslunni og er með viðskipta-, verkfræði- eða menningarfræði sem aðalgrein og masterspróf. Um er að ræða nýtt starf hjá sveitarfélaginu og mun viðkomandi heyra beint undir bæjarstjóra. Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega.

Umsóknarfrestur er til 29. Janúar nk. Nánari upplýsingar veitir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, asthildur@vesturbyggd.is

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is