Vorhreingerning í Vesturbyggð

Næstu daga verður vorhreingerning í Vesturbyggð. Íþróttafélagið Hörður mun týna rusla á Patreksfirði á 17.maí, Íþróttafélagið á Bíldudal mun týna rusl nk. Laugardag (20.maí). Á Barðaströnd mun Ungmennafélagið týna rusl á Birkimel og við Brjánslækjarhöfn næstu helgar.

Við hvetjum íbúa til að taka þátt og sem og að huga að görðum og nærumhverfi sínu. Sömuleiðis hvetur Vesturbyggð fyrirtæki í sveitarfélaginu til að taka til á lóðum og í umhverfi sínu.

Helgina 20-21.maí verður lengri opnunartími á gámavöllum sveitarfélagsins á Patreksfirði og á Bíldudal svo íbúar geti losað sig við rusl og annan úrgang.

Opnunartími gámavalla Gámaþjónustu Vestfjarða verður eftirfarandi:

Laugardagur, 20.maí:

Bíldudalur – 10:00-12:00

Patreksfjörður – 15:00 – 17:00

Sunnudagur, 21.maí:

Bíldudalur – 12:00-14:00

Patreksfjörður - 15:00-17:00

Bæjarstjóri

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is