Nýárskveðja

Bæjarstjórn og starfsfólk Vesturbyggðar óskar íbúum Vesturbyggðar og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári og þakkar fyrir samskiptin á liðnum árum.


Meira

ENDURSKOÐUN AÐALSKIPULAGS VESTURBYGGÐAR

Kynningarfundur vegna endurskoðunar aðalskipulags Vesturbyggðar verður haldinn í félagsheimilinu á Patreksfirði kl. 20:00 miðvikudaginn 10. janúar og  fimmtudaginn 11. janúar kl. 17:00 í Baldurshaga.

Megin markmið fundarins er að fá íbúa sveitarfélagsins til þess að taka virkan þátt í aðalskipulagsvinnunni og koma sínum skoðunum og hugmyndum á framfæri varðandi aðalskipulagið.

Einnig verður kynnt á fundinum vinna við verndarsvæði í byggð  það er Milljónahverfið á Bíldudal og hluti Strandgötunnar Patreksfirði.

Vonast er til að íbúar Vesturbyggðar fjölmenni á þessi fundi og láta sig málið varða.


Meira

Lokað eftir hádegi í dag

Skrifstofa Vesturbyggðar lokar klukkan tólf á hádegi í dag miðvikudag vegna jólastundar starfsfólks Vesturbyggðar.


Meira

Útskriftarhátíð í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin miðvikudaginn 20. desember í hátíðarsal skólans í Grundarfirði.

Hátíðin hefst kl.15:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans.

Allir velunnarar skólans eru velkomnir.

Skólameistari


Meira

Særún yfir Breiðafjörð

Ferjan Særún mun sigla yfir Breiðafjörðin dagna 22. 23. og 26. desember og mun hún fara frá Stykkishólmi klukkan 14:00. Farið verður frá Bjánslæk klukkan 16:00.

Nauðsynlegt er að bóka í ferðir í síma 433-2254

Ath að Særún er ekki bílaferja.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Sæferða eða á facebook síðu þeirra.


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is