Atvinna í boði hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði

Ráðsmaður óskast í sumarafleysingar

Viðkomandi þarf að vera laghentur og lipur og hafa ökuréttindi. Iðnmenntun er kostur. Kjör fara eftir kjarasamningi viðkomandi.

Starfsmaður óskast í garðslátt o.fl.

Óskað er eftir áhugasömum einstaklingi  til þess að sinna garðslætti við heilbrigðisstofnunina í sumar, auk ýmissa tilfallandi verkefna undir stjórn ráðsmanns. Starfið getur hentað  ungum einstaklingi, en æskilegt er að viðkomandi hafi ökuréttindi.

Sjúkraflutningamenn óskast til starfa, til afleysinga og/eða fastra starfa

Sjúkraflutningamenn óskast til hlutastarfa á vöktum hjá HVest, til þess að sinna sjúkraflutningum á sunnanverðum Vestfjörðum. Kjör fara eftir kjarasamningi Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Við viljum gjarnan fjölga sjúkraflutningamönnum í liði okkar. Ef þú hefur áhuga á að gerast sjúkraflutningamaður, þá mun stofnunin kosta grunnmenntun og tryggja góða aðlögun, gegn því að viðkomandi skuldbindi sig til starfa hjá stofnuninni í tiltekinn tíma. Um er að ræða mjög áhugaverð hlutastörf á vöktum, sem eru í senn krefjandi og gefandi og útheimta góða líkamlega og andlega færni.

Til að hefja nám í sjúkraflutningum þarf að uppfylla eftirtalin skilyrði:

Vera 18 ára á því ári sem nám er hafið. Hafa lokið a.m.k. 60 einingum úr viðurkenndum framhaldsskóla. Hafa innan við tveggja ára gamalt skírteini í skyndihjálp. Ekki er krafa um meirapróf (leigubílaréttindi) til að hefja nám í sjúkraflutningaskólanum.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Helgi Páll Pálmason, ráðsmaður og sjúkraflutningamaður hjá HVest, Patreksfirði, í síma; 6616001 eða á netfangið; helgi@hvest.is

Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is