Saurbæjarkirkja
Kringum aldamótin 1900 fær timburkirkjan mikið viðhald og er þá járnklædd. Það má færa að því líkur að sakir mistaka við þá aðgerð hafi austurgafl kirkjunnar fúnað fyrr en efni stóðu til. Kirkjan fékk síðan sáralítið viðhald allt þar til að hún fauk í ofsaveðri í janúar 1966.
Þá strax fóru eldri Rauðsendingar að athuga möguleika að endurreisa kirkju í Saurbæ, en sakir fámennis og þar af leiðandi fjárskorts varð ekki af framkvæmdum.
En loks var ákveðið að endurreisa gömlu kirkjuna frá Reykjólum, sem haði verið tekin niður, og varðveitt suður á Bessastöðum um tíma í umsjá þjóðminjavarðar. Á Reykhólum hafði þá verið byggð ný kirkja af ríkinu, við samruna tveggja safnaða Reykhóla- og Staðarsafnaða.
Þá þykir líka merkilegt að byggingarlag þessar kirkju frá Reykhólum er í svokölluðu gullinsniði, en þar eru reglur komnar frá Forn-Grikkjum í hávegum hafðar. Gullinsnið er form þar sem engin lína yfirtekur augað en allar línur verka sem ein heild.
Kirkjan var því upphaflega reist á Reykhólum af Brynjólfi Benidiktsen, kaumanni í flatey. Fauk hún strax fyrsta haustið, ekki frágengin. En hún var endurreist og betur um hnútana búið.
Eftir viðkomu á Bessastöðum var kirkjan endurvígð sem Saurbæjarkirkja að viðstöddu meira fjölmenni en nokkru sinni hefur veirð samankomið á Rauðasandi þann 5. september 1982 af sr. Sigurði Pálssyni vígslubiskupi og sjö prestum öðrum.
Sóknarprestur Saurbæjarkirkju er sr. Leifur Ragnar Jónsson á Patreksfirði.